Um okkur

Prentsmiðjan Steinprent er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í maí 1993. Steinprent er eina prentsmiðjan á Snæfellsnesi og frá upphafi hefur verið lögð á það áhersla að þjónusta íbúa Vesturlands en auk þess á Steinprent trygga viðskiptavini annarstaðar á landinu.

Í upphafi var prentsmiðjan staðsett við Snoppuveg í Ólafsvík en auk prentsmiðju rak fyrirtækið þar verslun með ritföng, tölvuvörur, hljómdiska og tölvuleiki.

Árið 1998 var rekstri verslunar hætt og fluttist prentsmiðjan þá að Sandholti 22 og hefur verið staðsett þar síðan.

Árið 2011 tók prentsmiðjan við umboði Sjóvá í Snæfellsbæ og Grundarfirði, árið 2018 bættist Stykkishólmur við.


Keyri á Vefstjórinn Live